Samdráttarskeið að baki?

Ferðaþjónustan mun væntanlega rétta úr kútnum í sumar.
Ferðaþjónustan mun væntanlega rétta úr kútnum í sumar. AFP

Evrópusambandið hefur birt nýja hagvaxtarspá sem er mun bjartsýnni en fyrri spá fyrir árið í ár og næsta ár. Þar kemur fram að góður gangur í bólusetningum og efnahagsáætlun sambandsins muni verða til þess að samdráttarskeiðinu fari að ljúka.

Samkvæmt hagspá ESB er spáð 4,3% hagvexti á evru-svæðinu í ár og 4,4% hagvexti á því næsta. Í febrúar spáði ESB því að hagvöxturinn yrði 3,8% bæði árin. 

Fyrir öll ríki ESB er spáð 4,2% hagvexti í ár og 4,4% árið 2022. Þetta er í samræmi við spá Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. 

Skuggi Covid-19 er byrjaður að hverfa af hagkerfi Evrópu segir Paolo Gentiloni sem fer með efnahagsmál í framkvæmdastjórn ESB. 

Paolo Gentiloni kynnti hagspá ESB í dag.
Paolo Gentiloni kynnti hagspá ESB í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK