Unnur Ásta inn í eigendahóp MAGNA

Unnur Ásta Bergsteinsdóttir.
Unnur Ásta Bergsteinsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Unnur Ásta Bergsteinsdóttir sem starfað hefur hjá MAGNA lögmönnum og forvera þess, Lögmönnum Höfðabakka, frá árinu 2012 hefur nú gengið í hóp eigenda MAGNA. Í dag starfa 20 starfsmenn hjá MAGNA.

Sérsvið Unnar Ástu eru fjölskylduréttur, vinnuréttur, erfðaréttur, stjórnsýsluréttur, eignaréttur, fjarskiptaréttur og málflutningur. „Það er afskaplega ánægjulegt að standa í þessum sporum. Ég lít björtum augum á framtíðina með MAGNA og er spennt fyrir komandi tímum og er stolt af því að vera hluti af þessu góða teymi sem hér er. Úrlausnarefnin sem við fáumst við hér hjá MAGNA eru fjölbreytileg og skemmtileg,“ segir Unnur Ásta í fréttatilkynningu. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK