Samkaup stefna á 25% markaðshlutdeild

Ómar Valdimarsson hefur stýrt Samkaupum í rúman áratug.
Ómar Valdimarsson hefur stýrt Samkaupum í rúman áratug. Árni Sæberg

Samkaup hafa aukið markaðshlutdeild sína á matvörumarkaði umtalsvert á síðustu árum. Hlutdeildin jókst í kjölfar markaðssetningar og kaupa á verslunum af Basko og er nú um 20%. Hefur veltan aukist um 50% frá 2015 til 2020 á verðlagi ársins 2020. Var 23 milljarðar 2015 en 38 milljarðar í fyrra.

Ómar Valdimarsson, forstjóri Samkaupa, segir fyrirtækið sjá tækifæri í samspili hverfisverslunar og netsölu á matvörum. Margir viðskiptavinir muni sjá sér hag í að fá heimsendar þurrvörur og þyngri vörur í gegnum netverslun en geta sótt ferskvöruna í hverfisbúðina.

Samkaup sé í einstakri stöðu til að sækja fram á þessum vígstöðvum.

Dýpka samstarfið við Barion

Varðandi vöruframboðið segir Ómar að viðskiptavinir leiti í auknum mæli lausna sem fela í sér að ekki þurfi að hafa mikið fyrir eldamennskunni. Með þetta í huga hyggist Samkaup dýpka samstarfið við Barion sem hófst síðasta haust með sölu á margs konar sósum og vörum undir merkjum Barion og Hlölla.

„Við viljum breikka þetta samstarf. Við seljum veitingar á nokkrum stöðum á landinu. Þannig að fyrstu skrefin í þessu veitingasamstarfi við Barion er að fara inn á Laugarvatn fyrir sumarið og síðan sjáum við fyrir okkur að halda áfram. Af hverju ekki að taka þetta lengra og vinna með þetta inn í hverfisbúðirnar?“ spyr Ómar sem segir tækifærin liggja víða.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK