Flugfélag Sigurðar í þrot

Alþjóðaflugvöllurinn Sultan Iskandar Muda í Indónesíu.
Alþjóðaflugvöllurinn Sultan Iskandar Muda í Indónesíu. AFP

Flugfélag Sigurðar Gíslasonar, Xpress Air, í Indónesíu hætti starfsemi í febrúar eftir að hafa starfað í vel á annan áratug.

Að sögn Viðskiptablaðsins ýtti kórónuveirufaraldurinn flugfélaginu yfir brúnina en farþegum var þó tekið að fækka áður en hann hófst.

Sigurður rekur áfram félagið PT Aero Nusantara Indonesia sem sinnir viðhaldi og þjónustu við flugfélög í Indónesíu og leigir út flugvélar þar í landi og í fleiri nágrannaríkjum.

Sigurður eignaðist fjórðungshlut í Flugfélaginu Erni á síðasta ári við fjárhagslega endurskipulagningu félagsins.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK