Hlakkar til að hitta íslenska fjárfesta

Baldur Sveinbjörnsson rannsóknarstjóri og Øystein Rekdal forstjóri við skrifstofur Lytiz …
Baldur Sveinbjörnsson rannsóknarstjóri og Øystein Rekdal forstjóri við skrifstofur Lytiz Biopharma AS. Ljósmynd/Aðsend

Líftæknifyrirtækið Lytix Biopharma hefur fengið leyfi til að stunda annars stigs rannsóknir við meðferðarsjúkrahús í Bandaríkjunum sem er leiðandi í krabbameinsrannsóknum á heimsvísu.

Um leið undirbýr fyrirtækið skráningu á hlutabréfamarkaðinn Euronext Growth í Ósló, að því er segir í tilkynningu.

Lytix Biopharma á rætur að rekja til Háskólans í Tromsø í norðurhluta Noregs. Baldur Sveinbjörnsson, prófessor við læknadeild skólans, hefur verið lykilmaður í fyrirtækinu allt frá stofnun. Hann er í dag rannsóknarstjóri fyrirtækisins og sá sem þróað hefur lyfjakandídata Lytix ásamt stofnandanum Øystein Rekdal.

„Krabbamein er meðal illvígustu sjúkdóma sem herja á þjóðir heims sem stafar að mestu af því að krabbameinsfrumur breytast stöðugt og eru erfiðar í meðferð. Það að við ættum eftir að ná þangað sem við erum í dag held ég að hvorki Øystein né ég hafi dreymt um þegar við í Háskólanum í Tromsø árið 1996 sáum að hægt væri að þróa mjólkurprótein til að drepa krabbameinsfrumur,“ segir Baldur í tilkynningunni.

Ljósmynd/Aðsend

Vonar að Íslendingar taki þátt 

Hann segist hlakka til að hitta íslenska fjárfesta á næstu vikum til að kynna þeim fyrirtækið. „Í ljósi þess mikla áhuga sem er á Íslandi á erfðafræði og læknavísindum vonumst við til þess að íslenskir fjárfestar taki þátt í skráningunni,“ bætir hann við.

Akureyringurinn Baldur er í forsvari nú þegar fyrirtækið hyggst afla hundraða milljóna króna áður en það verður skráð í kauphöllinni í Ósló en skráningin á Euronext Growth Oslo mun styðja við áform fyrirtækisins til áframhaldandi vaxtar.

„Við munum leitast við að taka upp stefnumótandi samstarf við ýmsa aðila í lyfjaiðnaðinum og við helstu líftæknifyrirtæki til að hámarka líkurnar á að okkar lyfjakandidatar verði notaðar til að meðhöndla sjúklinga um allan heim og geti komið að klínískum notum sem fyrst,“ segir Baldur.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK