Ellubúð við eldgosið vel tekið

mbl.is/Baldur

„Salan hefur gengið glimrandi vel. Við opnuðum á miðvikudaginn í síðustu viku og höfum selt yfir þúsund pylsur. Þær alveg mokast út,“ segir Guðrún Kristín Einarsdóttir, formaður slysavarnadeildar Þórkötlu, um viðtökurnar í Ellubúð.

Verslunin er við upphaf gönguleiðarinnar að eldgosinu í Geldingadölum. Nánar tiltekið við Suðurstrandarveg en sunnan hans var útbúið bílastæði.

Ellubúð er í sérútbúnum 40 feta gámi og kennd við Elínu Pálfríði Alexandersdóttur, einn stofnfélaga Þórkötlu 12. janúar 1977, sem gaf sveitinni gáminn. Elín lést í árslok 2019 en hún lét sig félagið mikið varða. Á boðstólum eru m.a. pylsur, samlokur, kaffi, kakó, gos og súkkulaði. Guðrún segir Ellubúð hafa verið starfrækta á Sjóaranum síkáta í Grindavík á 17. júní. Vegna kórónuveirufaraldursins hafi þurft að aflýsa hátíðinni í fyrrasumar.

Kærkomin viðbót í tekjuöflun

Með því hafi helsta tekjulind Þórkötlu brostið. Því sé kærkomið að geta aflað tekna með sölu veitinga við gosstöðvarnar.

baldura@mbl.is

mbl.is/Baldur
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK