Ferðaglaðir sveifla kortunum

AFP

Kortavelta Íslendinga nam alls 9 milljörðum króna í apríl og er það 59% aukning á milli ára. Kaup Íslendinga á ferðaþjónustu og skipulögðum ferðum jukust um 563% í sama mánuði sé miðað við apríl í fyrra. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans og vísað þar til gagna Seðlabanka Íslands frá því í síðustu viku. 

Neysla Íslendinga jókst verulega milli ára í apríl, eða um 21% innanlands og 59% erlendis. Samanlagt jókst kortavelta um 25% milli ára miðað við fast verðlag og gengi. Mælingin kemur ekki á óvart þar sem í apríl í fyrra stóð fyrsta bylgja faraldursins sem hæst og er því verið að miða 12 mánaða hækkun við afar neyslulítinn mánuð að því er segir í Hagsjánni.

„Fjölmargir Íslendingar fengu a.m.k. fyrri skammt bóluefnis gegn veirunni í apríl og virðist það hafa haft nokkur áhrif á ferðavilja fólks. Kortavelta Íslendinga nam alls 9 milljörðum króna í apríl og er það 59% aukning á milli ára.

Kaup Íslendinga á ferðaþjónustu og skipulögðum ferðum jukust um 563% í sama mánuði sé miðað við apríl í fyrra. Veltan mælist þó 76% minni en í aprílmánuði 2019 og því ekki hægt að fullyrða að kaup á ferðalögum séu komin á þann stað að geta talist eðlileg, enda enn þá miklar skorður á ferðafrelsi fólks milli landa.

Það má gera ráð fyrir því að á næstu mánuðum verði hlutfallslega hraðari vöxtur í neyslu á þjónustu en vörum. Aflétting sóttvarna- og samkomutakmarkana, ásamt jákvæðri framvindu bólusetninga er til þess fallið að auka verulega áhuga og möguleika fólks á að neyta slíkrar þjónustu eftir langa bið,“ segir enn fremur í Hagsjá Landsbankans.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK