Kaldalón á aðalmarkað á næsta ári

Bjallan í Nasdaq kauphöllinni
Bjallan í Nasdaq kauphöllinni Ljósmynd/Aðsend

Kaldalón hf. stefnir á skráningu á aðalmarkað Kauphallarinnar árið 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu Kaldalóns til Kauphallarinnar. Fyrirtækið hefur verið skráð á First North markaðnum frá árinu 2019.

Þá hefur Kaldalón náð samkomulagi um sölu fasteignaverkefnis dótturfélags síns, U 14-20 ehf., í Vogabyggð en kaupandi er Reir ehf. Samhliða því hefur dótturfélagið fest kaup á félögunum Lantan ehf., sem á fasteignir að Laugavegi 32-36, og VMT ehf., sem á fasteignir að Vegamótastíg 7.

Heildarupphæð kaupanna 5,3 milljarðar

Heildarverð Lantan ehf. og VMT ehf. er 5,3 milljarðar króna en yfirteknar skuldir nema 3,3 milljörðum. Langtímaleigusamningar eru í gildi um eignirnar og nema árstekjur samkvæmt þeim um 485 milljónum.

Áætlað er að hagnaður Kaldalóns af viðskiptunum verði um 600 milljónir króna. Kaupin koma til framkvæmda eigi síðar en 30. júní 2021.

Þá kemur fram í tilkynningunni að Kaldalón hafi gert ráðgjafasamning við Arion banka um ráðgjöf í tengslum við frekari kaup félagsins á tekjuberandi eignum, sem og sölutryggingu bankans á allt að fimm milljörðum króna í nýju hlutafé í tengslum við fyrirhugaða skráningu félagsins á aðalmarkað Kauphallarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK