Lífeyrissjóður verslunarmanna var með

Síldarvinnslan verður senn skráð á markað í Kauphöll Íslands.
Síldarvinnslan verður senn skráð á markað í Kauphöll Íslands. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Lífeyrissjóður verslunarmanna tók þátt í hlutafjárútboði Síldarvinnslunnar. Þetta hefur Morgunblaðið fengið staðfest. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hversu stórum hlut sjóðnum var úthlutað í ljósi þess að hlutur fagfjárfesta var skertur vegna mikillar eftirspurnar. Hins vegar er ljóst að hluturinn nemur um einum milljarði króna.

Stjórn sjóðsins hefur því ekki látið undan þrýstingi Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, sem kallað hafði eftir því að lífeyrissjóðir og almenningur tækju ekki þátt í útboði félagsins sem lauk í síðustu viku. Þar seldu núverandi eigendur félagsins 29,3% hlut í félaginu fyrir 29,7 milljarða króna.

Síldarvinnslan verður skráð á skipulegan hlutabréfamarkað Kauphallar Íslands 27. maí næstkomandi. Eru hluthafar fyrirtækisins nú um 7.000 talsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK