Margir gætu þurft að skipta um starfsvettvang

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Seðlabankinn segir brösugt ár í ferðamennsku geta leitt til minna vægis ferðaþjónustu í landsframleiðslunni. Þetta kemur fram í nýjustu útgáfu Peningamála Seðlabankans. Slíkur samdráttur kann að neyða marga starfsmenn ferðþjónustunnar til að skipta um starfsvettvang. 

Framleiðni ferðaþjónustunnar minnkaði mikið árið 2020 en niðurstöður alþjóðagjaldeyrissjóðsins sýna að slíkur skellur í framleiðni getur dregið úr vægi þeirrar atvinnugreinar í landsframleiðslunni. Því gætu margir þeirra sem misstu starf sitt eftir fall Wow Air og í Covid-kreppunni þurft að skipta um starfsvettvang eftir langt atvinnuleysistímabil.

Starfsmenn ferðaþjónustu eru margir hverjir ósérhæfðir og það gæti veikt stöðu þeirra til aðlögunar á vinnumarkaði. Áætlað er að um sex þúsund ósérhæfðir starfmenn hafi starfað í gistihúsa- og veitingarekstri hér á landi árið 2019, að því er fram kemur í Peningamálum.

Áætlaður fjöldi ósérhæfðs starfsfólks í völdum atvinnugreinum árið 2019.
Áætlaður fjöldi ósérhæfðs starfsfólks í völdum atvinnugreinum árið 2019. Ljósmynd/Peningamál 2021/2
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK