Nýtt hugverkaráð Samtaka iðnaðarins

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Reynir Scheving hjá Zymetech, …
Á myndinni eru, talið frá vinstri, Reynir Scheving hjá Zymetech, Fida Abu Libdeh hjá Geosilica, Þóra Björg Magnúsdóttir hjá Coripharma, Róbert Helgason hjá KOT hugbúnaði, Tryggvi Hjaltason hjá CCP, Inga Lind Karlsdóttir hjá Skot Productions, Jóhann Þór Jónsson hjá atNorth, Vigdís Tinna Sigurvaldadóttir hjá Marel, og Þorgeir Óðinsson hjá Directive Games. Birgir Ísleifur

Nýtt hugverkaráð Samtaka iðnaðarins (SI) hefur nú verið skipað sem mun standa til ársins 2023. Greint var frá þessu í fréttatilkynningu Samtaka iðnaðarins í morgun.

Hugverkaráð 2021-2023 skipa þau Tryggvi Hjaltason hjá CCP (formaður hugverkaráðs), Soffía Kristín Þórðardóttir hjá Origo, Vigdís Tinna Sigurvaldadóttir hjá Marel, Fida Abu Libdeh hjá Geosilica, Róbert Helgason hjá KOT hugbúnaði, Reynir Scheving hjá Zymetech, Þóra Björg Magnúsdóttir hjá Coripharma, Lilja Ósk Snorradóttir hjá Pegasus, Inga Lind Karlsdóttir hjá Skot Productions, Jóhann Þór Jónsson hjá atNorth, Alexander Picchietti hjá Verne Global, Þorgeir Óðinsson hjá Directive Games, Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.

Hugverkaiðnaðurinn skapaði 15,8% af gjaldeyristekjum Íslands á síðasta ári sem gerir greinina að fjórðu stoðinni í gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins samkvæmt upplýsingum úr fréttatilkynningunni. Mun nýtt hugverkaráð snúa sér að verkefnum sem fela meðal annars í sér að bæta umgjörð nýsköpunar og starfsumhverfi fyrirtækja í hugverkaiðnaði á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK