Krónan byrjar með umhverfisvænar kerrur

Nýju innkauparkerrurnar Krónunnar.
Nýju innkauparkerrurnar Krónunnar. Ljósmynd/Aðsend

Krónan hefur hafið notkun á innkaupakerrum sem eru framleiddar úr endurnýttum fiskinetum og endurunnu plasti sem finnst á botni sjávar. Bakteríufráhrindandiefni hefur verið komið fyrir á handföngum kerranna. Fyrstu kerrurnar eru komnar í Krónuna í Skeifunni og munu sams konar kerrur vera teknar í notkun í öðrum búðum næst þegar kerruflotinn er uppfærður. 

Nýju umhverfisvænu körfurnar.
Nýju umhverfisvænu körfurnar. Ljósmynd/Aðsend

„Talið er að um 640.000 tonn af ónýtum fiskinetum liggi á sjávarbotnum heimsins og með því að taka á land og endurnýta þessi fiskinet, umbreyta í kurl og þaðan í þessu tilfelli í innkaupakerrur og -körfur fá þau nýtt líf sem umhverfisvænar innkaupakörfur í verslunum Krónunnar,“ segir í tilkynningu frá Krónunni.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK