Segir framkomu ÍFF skemma fyrir málstað Play

Birgir Jónsson, forstjóri Play.
Birgir Jónsson, forstjóri Play. Ljósmynd/Aðsend

Birgir Jónsson forstjóri Play air segist munu senda kjarasamninga og önnur gögn um kjör Play til ríkissáttasemjara í dag ef Íslenska flugstéttarfélagið (ÍFF) dregur lappirnar frekar. Hann segir framkomu ÍFF og forsvarsmanna þess koma illa út fyrir flugfélagið og skemmi mjög fyrir málstað þess. Þetta sagði Birgir í samtali við mbl.is.

Birgir þvertekur fyrir að félagið sé skúffufélag, ÍFF hafi greinilega sínar ástæður fyrir því að halda þessum gögnum og upplýsingum fyrir sig en hann sé að hvetja forsvarsmenn félagsins til að koma fram með upplýsingarnar, það sé nákvæmlega engin ástæða til þess að fela þær.

Er að hvetja ÍFF til að senda gögnin

„Þetta er augljóslega ekki okkur til framdráttar og ég er að hvetja þá til að koma með þessar upplýsingar út af því að það er nákvæmlega engin ástæða til þess að fela þær. Ég er með undirritaðan kjarasamning undir höndum en það er þeirra að leggja þetta fram.“

Það sé hlutverk ÍFF að senda ríkissáttasemjara gögnin sem það hafi ekki gert, hann segir gögnin standast alla skoðun og átti sig ekki á því hvers vegna forsvarsmenn félagsins vilji ekki senda gögnin fram, hann segist þó gruna að þeir sem standi að ÍFF vilji ekki dragast inn í fjölmiðlaumfjöllunina sem einstaklingar.

Hann segist ekki hafa verið í miklum samskiptum við forsvarsmenn félagsins og þekki ekki vel til starfseminnar, þegar hafði verið búið að semja við ÍFF þegar hann tók við stöðu forstjóra Play.

mbl.is/Hari

Þá segir Birgir launakostnað ekki ráðandi þátt í rekstri félagsins, breytingarnar sem það leggi áherslur á séu að einfalda launakerfið. Hugmyndin sé að losna undan þeim margslungnu ívilnunum sem eldri kjarasamningar fólks í fluggeiranum hafa innihaldið. Umræðan um rekstrarfyrirkomulag flugfélagsins er á villigötum að þessu leyti.

Ekki náðist í forsvarsmenn ÍFF við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK