Um 50 manns að hefja störf hjá Play

Verið er að skipuleggja umfangsmikið námskeið í Reykjavík fyrir starfsmenn …
Verið er að skipuleggja umfangsmikið námskeið í Reykjavík fyrir starfsmenn Play. mbl.is/Hari

Birgir Jónsson, forstjóri Play air, segir um 50 manns við það að hefja störf hjá flugfélaginu en sú tala verði komin upp í 150 í lok sumars. Langstærstur hluti þeirra starfaði hjá Wow air áður en það félag féll.

Birgir segir félagið með um 30 flugmenn nú í þjálfun í flughermum í London. Þá sé einnig verið að skipuleggja stórt námskeið í Reykjavík þar sem áhafnir flugvélanna verði þjálfaðar. Birgir segir félagið stefna á að halda það námskeið í byrjun júní.

Mikil eftirspurn

Yfirgnæfandi meirihluti þeirra starfsmanna sem Play mun ráða starfaði áður hjá Wow air. Ráðning fyrrum starfsmanna Wow er hagkvæmari fyrir félagið. Þeir þarfnast minni þjálfunar enda hafa þeir reynslu af Airbus-vélum úr starfinu hjá Wow.

Mikil spurn var eftir störfum hjá Play en Birgir segir fleiri hundruð umsóknir hafa borist í sum stöðugildi. Ráðningarferlið væri langt á veg komið þótt ekki væri búið að geirnegla starfsmenn í hverja stöðu.

Birgir segir Play stefna á að fljúga sex flugvélum á næsta ári og að 200 starfsmenn muni starfa hjá fyrirtækinu í lok árs. Þeir starfsmenn sem verið er að ráða nú eru sérhæfðir á sviði Airbus-véla og því er ekki hlaupið að því fyrir þá að færa sig til Icelandair sem flýgur Boeing-vélum.

Mikið hefur verið fjallað um kjaramál starfsmanna Play síðustu daga. ASÍ hefur verið fyrirferðarmikið í þeirri umræðu en ÍFF, Íslenska flugstéttafélagið, einnig. Stjórn ÍFF hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir samninga sína og Drífa Snædal, forseti ASÍ, sakaði félagið um að vera „gult stéttarfélag“. Birgir og stjórn ÍFF hafa neitað því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK