Heiðruðu sex fyrir framlag til nýsköpunar

Fv. Eva Rún Michelsen, Þór Sigfússon stofnandi Sjávarklasans, Þórdís Kolbrún …
Fv. Eva Rún Michelsen, Þór Sigfússon stofnandi Sjávarklasans, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra, Gísli Gíslason, Ásta Dís Óladóttir, Salóme Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Jens Árnason og Sigurður Pétursson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tíu ára afmæli Íslenska sjávarklasans var fagnað við hátíðlega athöfn í húsakynnum þess að Grandagarði í Reykjavík síðdegis í dag. Þá voru sex heiðurð fyrir sitt framlag til nýsköpunar og var það Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem afhenti viðurkenningarnar. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ávarpaði gesti.

Gísli Gíslason, fyrrverandi hafnarstjóri Faxaflóahafna, hlaut sérstaka viðurkenning fyrir forystu um uppbyggingu klasans við Reykjavíkurhöfn, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. „Hús sjávarklasans hefur stuðlað að margháttuðu samstarfi ólíkra einstaklinga og fyrirtækja og orðið vagga nýsköpunar í sjávarútvegi. […] Forysta og áhugi Gísla Gíslasonar og stjórnar Faxaflóahafna skipti sköpum um þann árangur sem Hús sjávarklasans hefur náð,“ segir í tilkynningunni.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir veitir Gísla Gíslasyni sérstaka viðurkenningu.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir veitir Gísla Gíslasyni sérstaka viðurkenningu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fimm hlutu viðurkenningu fyrir starf í þágu eflingar frumkvöðla- og klasastarfsemi hérlendis.

Hlaut Ásta Dís Óladóttir, dósent við viðskiptadeild Háskóla Íslands, viðurkenningu fyrir að efla samstarf atvinnulífs og Háskóla Íslands. Eva Rún Michelsen, stofnandi Eldstæðisins, hlaut viðurkenningu fyrir að hafa komið á fót vettvangi fyrir matvælafrumkvöðla og Salóme Guðmundsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Icelandic startups, fyrir forystu um uppbyggingu á sprotastarfsemi.

Þá hlaut Sigurður Pétursson, frumkvöðull og stofnandi fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish, viðurkenningu fyrir ötult frumkvöðlastarf á sviði fiskeldis og fyrir að hvetja til víðtæks samstarfs frumkvöðla og iðnaðar og Vilhjálmur Jens Árnason, verkefnisstjóri hjá Sjávarklasanum, fyrir starf sitt í þágu klasasamstarfs.

Létt var yfir gestum.
Létt var yfir gestum. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Eva Rún Michelsen ánægð með sína viðurkenningu.
Eva Rún Michelsen ánægð með sína viðurkenningu. mbl.is/Kristinn Magnússon
Vilhjálmur Jens Árnason hefur tekið þátt í uppbyggingu klasasamstarfsins frá …
Vilhjálmur Jens Árnason hefur tekið þátt í uppbyggingu klasasamstarfsins frá upphafi. mbl.is/Kristinn Magnússon
Þór Sigfússon, stofnandi Íslenska sjávarklasans, hélt tölu.
Þór Sigfússon, stofnandi Íslenska sjávarklasans, hélt tölu. mbl.is/Kristinn Magnússon



mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK