Óvissa um framleiðslugetu HS Orku

Frá orkuveri HS Orku í Svartsengi.
Frá orkuveri HS Orku í Svartsengi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á mánudagsmorgun neyddust starfsmenn HS Orku til þess að slökkva á annarri tveggja túrbína sem tryggja samanlagt 100 Mw raforkuframleiðslu Reykjanesvirkjunar.

Óvæntur titringur í vélbúnaðinum olli viðbragðinu en heimildir herma að ekki liggi fyrir hvað olli biluninni. Það muni koma í ljós á næstu dögum þegar hægt verður að opna túrbínuna.

Sérfræðingar fyrirtækisins telja að túrbínublöð hafi skemmst eða losnað og sé það reyndin mun viðgerð taka tvær til þrjár vikur. Reynist bilunin stærri í sniðum er hætt við að lengri tíma taki að koma búnaðinum í gagnið að nýju.

Fyrst um sinn mun þetta bakslag ekki hafa veruleg áhrif á raforkumarkaðinn þótt ljóst sé að tjón HS Orku vegna framleiðslustöðvunarinnar verði verulegt, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í ViðsiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK