Raforkuverð tekur kipp

Landsvirkjun, sem er langstærsti framleiðandi raforku á Íslandi, hefur hækkað verðskrá sína á heildsölumarkaði um 7,5-15%. Kemur hækkunin í kjölfar frétta af því að önnur tveggja 50 Mw túrbína Reykjanesvirkjunar var stöðvuð vegna óþekktrar bilunar.

Á sama tíma og HS Orka, sem rekur Reykjanesvirkjun, sér fram á að ríflega fjórðungur af framleiðslugetu fyrirtækisins muni standa ónýttur næstu vikurnar, standa allra augu í orkugeiranum á uppistöðulónum Landsvirkjunar en vatnshæð þeirra er með allra lakasta móti.

Þórisvatn, sem er stærsta stöðuvatn landsins og langstærsta miðlun fyrirtækisins og mikilvægur hlekkur í veitukerfi þess, stendur samkvæmt nýjustu mælingum í 566 metrum yfir sjávarmáli sem er sjö og hálfum metra undir meðalvatnshæð áranna 2002-2014. Er vatnshæðin nú aðeins 2,5 metrum ofan við lægsta gildið sem mælst hefur á ofannefndu tímabili, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK