Ebenezer til Syndis

Ebenezer Böðvarsson hefur verið ráðinn til Syndis.
Ebenezer Böðvarsson hefur verið ráðinn til Syndis. Ljósmynd/Syndis

Ebenezer Böðvarsson hefur verið ráðinn til upplýsingaöryggisfyrirtækisins Syndis.

Í fréttatilkynningu frá Syndis um ráðninguna segir að Ebenezer hafi mikla reynslu í stjórnun upplýsingaöryggismála og býr hann yfir afar víðtækri þekkingu á upplýsingatækni og hugbúnaðarþróun.

Ebenezer var áður upplýsingaöryggisstjóri Borgunar í 10 ár. Hjá Syndis mun hann leggja áherslu á ráðgjöf varðandi upplýsingaöryggisstjórn og öryggismenningu hjá viðskiptavinum.

Ebenzer er m.a. faggiltur upplýsingaöryggisstjóri (CISM) og Certified Ethical Hacker (CEH). Hann hefur langa reynslu af PCI Internal Security Assessor (PCI-ISA) og ISO/IEC 27001 aðferðafræði. Þá er hann reyndur fyrirlesari um upplýsingaöryggi.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK