Ebenezer til Syndis

Ebenezer Böðvarsson hefur verið ráðinn til Syndis.
Ebenezer Böðvarsson hefur verið ráðinn til Syndis. Ljósmynd/Syndis

Ebenezer Böðvarsson hefur verið ráðinn til upplýsingaöryggisfyrirtækisins Syndis.

Í fréttatilkynningu frá Syndis um ráðninguna segir að Ebenezer hafi mikla reynslu í stjórnun upplýsingaöryggismála og býr hann yfir afar víðtækri þekkingu á upplýsingatækni og hugbúnaðarþróun.

Ebenezer var áður upplýsingaöryggisstjóri Borgunar í 10 ár. Hjá Syndis mun hann leggja áherslu á ráðgjöf varðandi upplýsingaöryggisstjórn og öryggismenningu hjá viðskiptavinum.

Ebenzer er m.a. faggiltur upplýsingaöryggisstjóri (CISM) og Certified Ethical Hacker (CEH). Hann hefur langa reynslu af PCI Internal Security Assessor (PCI-ISA) og ISO/IEC 27001 aðferðafræði. Þá er hann reyndur fyrirlesari um upplýsingaöryggi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK