Ráðin framkvæmdastjóri mannauðssviðs Norðuráls

Guðný Björg Hauksdóttir.
Guðný Björg Hauksdóttir.

Guðný Björg Hauksdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri mannauðssviðs Norðuráls. Frá árinu 2011 hefur Guðný Björg verið framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Alcoa Fjarðaáli, en hún hefur einnig gegnt ýmsum störfum hjá álverinu eystra frá stofnun þess. Guðný Björg hefur lokið diploma-námi í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands og er með BA í stjórnmálafræði.

Guðný Björg tekur við starfinu af Sigrúnu Helgadóttur sem nýlega tók við starfi framkvæmdastjóra Norðuráls Grundartanga að því er segir í tilkynningu.

 Með ráðningu Guðnýjar Bjargar er hlutfall kvenna og karla jafnt í framkvæmdastjórn Norðuráls, með fjóra karla og fjórar konur í stjórninni. Norðurál er jafnlaunavottað fyrirtæki og starfar eftir jafnréttisáætlun.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK