Genís hefur tilraunir með tvö lyf

Fæðubótarefnið Benecta Osis er bæði selt í töfluformi og sem …
Fæðubótarefnið Benecta Osis er bæði selt í töfluformi og sem freyðandi töflur.

Róbert Guðfinnsson, stofnandi líftæknifyrirtækisins Genís, segir fyrirtækið áforma að hefja tilraunir á tveimur lyfjum. Annars vegar við lungnaþembu og hins vegar astma.

Ef klínískar rannsóknir sýna fram á virkni lyfjanna gætu gríðarstórir markaðir opnast.

„Blómið okkar er að fara að blómstra,“ segir Róbert sem staðfestir að hugmyndir séu um dreifðara eignarhald að Genís.

Samhliða þessari þróun hefur Genís hafið markaðssetningu á fæðubótarefninu Benecta Osis, en forkönnun meðal íslenskra kvenna sem glíma við endómetríósu bendir til að efnið dragi úr einkennum sjúkdómsins. Áætlað er að um 200 milljónir kvenna hafi sjúkdóminn.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK