Komst í gegnum faraldurinn

Aðdáendur Liverpool þyrstir marga í að komast á leik á …
Aðdáendur Liverpool þyrstir marga í að komast á leik á ný. AFP

Premierferðir, lítið ferðaskrifstofufyrirtæki í Bretlandi sem sérhæfir sig í ferðum á fótboltaleiki í ensku úrvalsdeildinni, á von á aukinni eftirspurn eftir ferðum þegar leikjaniðurröðun fyrir deildina kemur 16. júní. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Sigurður Sverrisson, segist bjartsýnn á haustið svo lengi sem áhorfendatakmörkunum verði aflétt sem hann gerir ráð fyrir þar sem vel gengur í Bretlandi að bólusetja.

„Ég á ekki von á öðru. Það voru svo margir hópar sem báðu okkur í fyrra að koma inn aftur um leið og leikjaniðurröðunin væri komin. Þá gætu heilu ferðirnar orðið meira og minna uppseldar fljótlega vegna þess að þetta voru stórir hópar sem urðu frá að hverfa í fyrravor, sérstaklega á leiðinni til Liverpool,“ segir Sigurður.

Hann segir síðasta ár búið að vera vægast sagt sérstakt þar sem starfsemi fyrirtækisins hefur legið niðri síðan í mars og bætir við að þau hafi verið búin að undirbúa sig þrisvar fyrir enduropnun, en alltaf hafi faraldurinn sett strik í reikninginn.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK