Spá 4,3% verðbólgu í júní

Spá hagfræðideildar Landsbankans gerir ráð fyrir 4,0% verðbólgu í september.
Spá hagfræðideildar Landsbankans gerir ráð fyrir 4,0% verðbólgu í september. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,3% hækkun vísitölu neysluverðs á milli mánaða fyrir júní. Gangi spáin eftir lækkar verðbólga úr 4,4% í 4,3%. 

Hagstofan birtir júnímælingu vísitölu neysluverðs þriðjudaginn 29. júní. Vísitalan hækkaði um 0,4% milli mánaða í maí og lækkaði þá verðbólgan úr 4,6% í 4,4%. Hækkun vísitölunnar var meiri en búist var við, að því er fram kemur í tilkynningu frá hagfræðideild Landsbankans, en það skýrist einkum af meiri hækkun húsnæðiskostnaðar en reiknað var með. 

Von er á að verðbólga hjaðni rólega næstu mánuði. Spá Landsbankans gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs verði óbreytt á milli mánaða í júlí og hækki svo um 0,3% í ágúst og september. Gangi það eftir mun verðbólga mælast 4,0% í september, eða við efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK