Tengist innleiðingu nýrra öryggisstaðla

Ferðamenn á Íslandi.
Ferðamenn á Íslandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vandamál vegna bókana erlendra viðskiptavina ferðaþjónustufyrirtækja á netinu tengjast innleiðingu nýrra alþjóðlegra öryggisstaðla samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands. 

Erlendir ferðamenn hafa margir hverjir ekki getað bókað gistingu eða afþreyingu hér á landi í gegnum vefsíður ferðaþjónustufyrirtækja vegna 3D Secure staðfestingaraðferðarinnar. Má ætla að fjölmörg fyrirtæki hafi beðið tjóns vegna þessa. 

„Starfsmenn Seðlabanka Íslands hafa farið yfir málið með haghöfum. Vandræðin sem upp hafa komið eru tæknilegs eðlis og tengjast innleiðingu nýrra alþjóðlegra öryggisstaðla. Unnið hefur verið að úrlausn málsins og má ætla að flest hafi verið leyst eða að lausn sé í sjónmáli. Vandamálið er ekki eins víðtækt og á horfðist,“ segir í skriflegu svari frá Seðlabankanum. 

Samtök fjármálafyrirtækja og Samtök ferðaþjónustunnar hafa einnig komið að málinu. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK