Neos flýgur viðskiptavinum Heimsferða

Flugvélin frá Neos lenti á Keflavíkurflugvelli í gær.
Flugvélin frá Neos lenti á Keflavíkurflugvelli í gær.

Ferðaskrifstofan Heimsferðir hefur samið við flugfélagið Neos um að sinna flugi til allra áfangastaða félagsins í sumar og fram á næsta ár í leiguflugi.

Flugvélin lenti á Keflavíkurflugvelli í gær og fer í sitt fyrsta flug til Alicante á laugardagsmorgun.

Á sama tíma hafa Heimsferðir gert samning um sölu á 2.000 sætum til ítalskra ferðaskrifstofa sem opnar fyrir möguleika á aukningu ítalskra ferðamanna til Íslands, en Alpitours, stærsta ferðaskrifstofa Ítalíu, mun annast sölu sætanna.

Heimsferðir munu svo bjóða upp á flug til Veróna í kjölfarið.

Í sumar verða Heimsferðir með flug til Krítar, Veróna, Malaga, Alicante og Tenerife. Þeir segja söluna hafa farið vel af stað og að greinilegt sé að landsmenn séu byrjaðir að ferðast á ný.

Í haust stefna Heimsferðir á að bæta við enn fleiri áfangastöðum. Má þar nefna Sikiley, Madeira, Ljubljana, Lissabon, Porto og Kanarí. Einnig munu þeir bjóða upp á ferðir frá Akureyri til Tenerife og Edinborgar í haust og frá Egilsstöðum til Glasgow. Þá er vert að minnast á það að flug til Alicante verða vikuleg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK