Neos flýgur viðskiptavinum Heimsferða

Flugvélin frá Neos lenti á Keflavíkurflugvelli í gær.
Flugvélin frá Neos lenti á Keflavíkurflugvelli í gær.

Ferðaskrifstofan Heimsferðir hefur samið við flugfélagið Neos um að sinna flugi til allra áfangastaða félagsins í sumar og fram á næsta ár í leiguflugi.

Flugvélin lenti á Keflavíkurflugvelli í gær og fer í sitt fyrsta flug til Alicante á laugardagsmorgun.

Á sama tíma hafa Heimsferðir gert samning um sölu á 2.000 sætum til ítalskra ferðaskrifstofa sem opnar fyrir möguleika á aukningu ítalskra ferðamanna til Íslands, en Alpitours, stærsta ferðaskrifstofa Ítalíu, mun annast sölu sætanna.

Heimsferðir munu svo bjóða upp á flug til Veróna í kjölfarið.

Í sumar verða Heimsferðir með flug til Krítar, Veróna, Malaga, Alicante og Tenerife. Þeir segja söluna hafa farið vel af stað og að greinilegt sé að landsmenn séu byrjaðir að ferðast á ný.

Í haust stefna Heimsferðir á að bæta við enn fleiri áfangastöðum. Má þar nefna Sikiley, Madeira, Ljubljana, Lissabon, Porto og Kanarí. Einnig munu þeir bjóða upp á ferðir frá Akureyri til Tenerife og Edinborgar í haust og frá Egilsstöðum til Glasgow. Þá er vert að minnast á það að flug til Alicante verða vikuleg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK