Erlendar hópbifreiðar fá bara að starfa 10 daga í senn

Erlend hópbifreiðafyrirtæki hafa hingað til getað komið til Íslands og …
Erlend hópbifreiðafyrirtæki hafa hingað til getað komið til Íslands og stundað sína starfsemi til lengri tíma á grundvelli bandalagsleyfis Evrópusambandsins. Morgunblaðið/Kristinn

Frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar um að tímabinda gestaflutninga erlendra hópbifreiðafyrirtækja hefur verið samþykkt.

Erlend hópbifreiðafyrirtæki hafa hingað til getað komið til Íslands og stundað sína starfsemi til lengri tíma á grundvelli bandalagsleyfis Evrópusambandsins, og þannig sloppið við að sækja um íslenskt starfsleyfi eins og krafist er af íslenskum fyrirtækjum.

Í lögunum er gert ráð fyrir að þetta sé bara hægt tímabundið en eftirliti hefur verið ábótavant og lítið um úrræði. Orðið tímabundið hafði enga skýra merkingu.

Með nýju lögunum hefur verið skilgreint betur hvenær starfsemi hópbifreiðafyrirtækja á Íslandi telst tímabundin og hvenær hún er komin fram úr því og þar af leiðandi bundin við íslenskt starfsleyfi. 

Nú munu þessi fyrirtæki aðeins geta starfað hér, á grundvelli leyfis til gestaflutninga, í 10 daga í senn í hverjum mánuði og teljast þá sinna gestaflutningum. Eftir þann tíma þurfa þau að sækja um íslenskt starfsleyfi, hafi þau í hyggju að halda starfseminni áfram.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK