Skatturinn flytur í skrifstofuturn

Byggingin er sú síðasta sem rís á Höfðatorgi í Reykjavík.
Byggingin er sú síðasta sem rís á Höfðatorgi í Reykjavík. mbl.is

Ríkiseignir, fyrir hönd fjármálaráðuneytisins, og Íþaka fasteignir hafa undirritað samning um leigu á skrifstofuhúsnæði í Katrínartúni 6 á Höfðatorgi.

Samningurinn er til 30 ára og með framlengingarákvæði en húsnæðið er rúmlega 11.700 fermetrar.

Um er að ræða húsnæði ætlað Skattinum og Fjársýslu ríkisins.

Uppbygging kallar á niðurrif

Katrínartún 6 er síðasta byggingin sem rís á Höfðatorgi. Flugfélagið WOW air var með höfuðstöðvar í byggingu á sömu lóð en það hús var rifið síðastliðið vor. Undir Katrínartúni 6 verður bílakjallari sem verður samtengdur bílakjallaranum undir Höfðatorgi en þó lægri, eftir því sem hann stallast upp í hlíðinni.

Þær upplýsingar fengust hjá Íþöku fasteignum að Ríkiseignir leigi alla bygginguna, að frádregnum hluta kjallarans. Jarðhæðin fellur þar með undir leigusamninginn en jarðhæðirnar í öðrum byggingum Höfðatorgs eru með atvinnurýmum, svo sem veitingarýmum og hárgreiðslustofum. En Skatturinn er með afgreiðslu á jarðhæð í núverandi höfuðstöðvum á Laugavegi 166.

Afhent í árslok 2022

Áformað er að afhenda Katrínartún 6 í desember 2022.

Þær upplýsingar fengust frá Íþöku að endanlegum frágangi á heildarlóð Höfðatorgs kunni að ljúka haustið 2022 eða sumarið 2023.

Fram kom á vef Fjársýslu ríkisins að með flutningunum sameinist starfsemi í eitt hús sem nú sé dreifð í þrjár byggingar á höfuðborgarsvæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK