Landsbankinn varar við símasvindli

Landsbankinn segir að skilaboðin séu ekki komin frá bankanum.
Landsbankinn segir að skilaboðin séu ekki komin frá bankanum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsbankinn vekur athygli á svindli sem óprúttnir aðilar stunda í nafni bankans. Í tilkynningu frá bankanum segir að viðskiptavinir hans og aðrir séu beðnir að hunsa grunsamleg skilaboð sem send eru í nafni bankans. 

Í þeim segir að farsímanúmer viðtakanda hafi ekki verið staðfest hjá bankanum og að viðtakandi verði að smella á hlekk til að ráða á því bót. 

Best sé að hunsa skilaboðin sem eru á ensku og augljóslega ekki frá Landsbankanum.

Skilaboðin sem um ræðir. Þau er best að hunsa.
Skilaboðin sem um ræðir. Þau er best að hunsa. Skjáskot/Aðsent
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK