80% leigusamninga veltutengd

Leó Árnason segir spennandi tíma framundan á Selfossi.
Leó Árnason segir spennandi tíma framundan á Selfossi. Kristinn Magnússon

Áttatíu prósent leigusamninga við rekstraraðila atvinnuhúsnæðis fyrir verslanir og veitingahús í nýja miðbæjarkjarnanum á Selfossi verða veltutengd að því er fram kemur í ítarlegu samtali ViðskiptaMoggans við Leó Árnason, annan frumkvöðla verkefnisins. „Þetta er fjármagnað með hefðbundnum hætti, annars vegar með eigin fé og hins vegar lánsfé frá viðskiptabanka okkar. Í fyrri áfanganum verða þrettán íbúðir sem verða seldar á almennum markaði, en allt atvinnuhúsnæðið, fyrir verslanir og veitingahús, verður leigt út. 80% leigusamninganna verða veltutengd þannig að heildartekjur Sigtúns byggjast á velgengni miðbæjarins í heild.“

Þrettán íbúðir verða seldar á almennum markaði.
Þrettán íbúðir verða seldar á almennum markaði. Kristinn Magnússon

Leó segir hugmyndina um veltutengda samninga vera að ryðja sér mjög til rúms, ekki síst eftir faraldurinn, að samband leigusala og leigutaka verði með öðrum hætti en verið hefur. „Við munum þannig leggja okkur fram um að hjálpa okkar leigutökum að auka veltuna. Hér er til dæmis skemmtilegur tónleikasalur og við teljum að fjöldi tónleikagesta muni auka veltuna á öllum veitingastöðum í bænum og þar sem við erum á veltutengdum samningum þá kemur það til okkar aftur.“

Annað dæmi sem Leó nefnir er jólabærinn Selfoss, sem byggður verður upp til að tryggja áhuga yfir veturinn.

Gerð leigusamninga fyrir áfanga tvö er komin vel á veg. „Það er auðveldara að leigja út áfanga tvö en áfanga eitt. Nú velkist enginn í vafa um hvort af þessum hugmyndum verði og hvort þetta muni heppnast.“

Lestu ítarlegt viðtal við Leó í ViðskiptaMogganum í dag.

Verslanir og veitingahús verða í nýja miðbæjarkjarnanum á Selfossi.
Verslanir og veitingahús verða í nýja miðbæjarkjarnanum á Selfossi. Kristinn Magnússon
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK