Coca Cola tapaði 484 milljörðum króna

Cristiano Ronaldo á blaðamannafundi í fyrradag.
Cristiano Ronaldo á blaðamannafundi í fyrradag. AFP

Hlutabréf í Coca Cola hafa hrunið í kjölfar útspils portúgölsku knattspyrnugoðsagnarinnar Cristianos Ronaldos á blaðamannafundi á EM í knattspyrnu í gær. Tapið nemur um fjórum milljörðum bandaríkjadollara, sem samsvarar um 484 milljörðum króna.

Á blaðamannafundi í gær, eftir 0-3-sigur Portúgala gegn Ungverjalandi, settist Ronaldo við borð þar sem búið var að stilla upp tveimur kókflöskum fyrir framan hann, enda Coca Cola styrktaraðili EM í knattspyrnu. Ronaldo brá þá á það ráð að færa flöskurnar til hliðar og brýna fyrir viðstöddum að drekka vatn í staðinn.

Hlutabréfaverð Coca Cola hrundi strax í kjölfarið um 1,6% og stóð markaðsvirði fyrirtækisins í um 238 milljörðum dollara í samanburði við 242 milljarða fyrir blaðamannafundinn, lækkun um fjóra milljarða dollara eins og fyrr segir.

Gosdrykkjaframleiðandinn brást við atvikinu á blaðamannafundinum með yfirlýsingu þar sem segir að allir „eigi rétt á því að drekka hvað sem þeir vilja“.

„Leikmönnum mótsins stendur til boða að drekka Coca Cola, Coca Cola Zero Sugar og vatn þegar þeir mæta á blaðamannafundi á mótinu,“ segir einnig í yfirlýsingunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK