Ný stjórn LeiðtogaAuðar kjörin

Ný stjórn LeiðtogaAuðar 2021-2022. Frá vinstri: Elfa Björg Aradóttir, Guðlaug …
Ný stjórn LeiðtogaAuðar 2021-2022. Frá vinstri: Elfa Björg Aradóttir, Guðlaug Sigurðardóttir, Hildur Árnadóttir, Jafnvægisvogarráðs, Erna Eiríksdóttir og Auður Daníelsdóttir. Ljósmynd/FKA

Kjörin hefur verið ný stjórn LeiðtogaAuðar fyrir tímabilið 2021-2022 en LeiðtogaAuður er sérstök deild innan FKA, félags kvenna í atvinnulífinu, sem er fyrir konur sem hafa yfirgripsmikla stjórnunarreynslu úr atvinnulífinu, bæði einkageiranum og hinum opinbera.

Hildur Árnadóttir, formaður jafnvægisvogarráðs FKA og formaður Íslandsstofu, skipar sæti formanns LeiðtogaAuðar. Þá sitja með henni í stjórn félagskonurnar Auður Daníelsdóttir framkvæmdastjóri hjá Sjóvá, Elfa Björg Aradóttir hjá Ístaki, Erna Eiríksdóttir hjá Borgarplasti og Guðlaug Sigurðardóttir hjá Landsneti.

Vilja auka þátttöku og áhrif kvenna í atvinnulífinu

Tilgangur LeiðtogaAuðar er að efla tengslanet kvenna í stjórnunar- og áhrifastöðum og auka þátttöku og áhrif kvenna í atvinnulífinu. Félagskonur eru hluti af forystusveit íslensks viðskiptalífs sem gegna eða hafa gegnt ábyrgðarstöðu innan atvinnulífsins sem vilja taka þátt í eflingu íslensks atvinnulífs, konum í stjórnendastöðum sem sjá tækifæri til að spegla sínar hugmyndir eða ræða almennt um áskoranir sem þær fást við innan síns vinnustaðar, segir í fréttatilkynningu frá félaginu.

„LeiðtogaAuður vill vera þeim konum sem á eftir koma hvatning, fyrirmynd og stuðningur,“ er haft eftir Hildi Árnadóttur í tilkynningu.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK