Birting á vef Skattsins ólögmæt

Persónuvernd hefur ákvarðað að birting ríkisskattstjóra á upplýsingum um heildarhluthafalista félaga á opnum vef Skattsins sé ólögmæt. Ríkisskattstjóri óskaði eftir áliti Persónuverndar á þessari vinnslu persónurekjanlegra gagna og segir í ákvörðun Persónuverndar að ríkisskattstjóri fái mánuð til að hætta birtingu heildarhluthafalista. 

Birting ríkisskattstjóra hófst um síðastliðin áramót og segir í ákvörðun Persónuverndar að betur hefði farið á ef ríkisskattstjóri hefði gengið úr skugga um að birting heildarhluthafalista félaga væri lögmæt. 

Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að 4. mgr. 109. gr. laga um ársreikninga væri ekki nægilega skýrt orðuð til að fela í sér fullnægjandi lagastoð fyrir vinnslunni og að birting upplýsinga um hlutafjáreign einstaklinga samrýmist þannig ekki persónuverndarlögum,“ segir meðal annars í ákvörðun Persónuverndar.

Skatturinn verður að hætta að birta heildarhluthafalista félaga eftir mánuð.
Skatturinn verður að hætta að birta heildarhluthafalista félaga eftir mánuð. Ljósmynd/mbl.is
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK