Rafhleðslustöðvar hafi jákvæð áhrif á fasteignaverð

Húsfélagi ber skylda til að hafa framkvæmdaáætlun sem snýr að …
Húsfélagi ber skylda til að hafa framkvæmdaáætlun sem snýr að uppbyggingu hleðslustöðva. Sigurður Bogi Sævarsson

Uppsetning rafhleðslustöðva í fjölbýlishúsum hækkar fasteignaverð, að mati Bjarna Gnýs Hjarðar, sérfræðings á byggingasviði hjá Eignaumsjón.

„Gott rafhleðslukerfi eykur virði fasteigna og er kostur en ekki vandræði. Því fyrr sem það er gert því betra. Þetta er tækifæri til að gera húsið verðmætara og auðseljanlegra,“ segir Bjarni.

Hann segir að gríðarlegur fjöldi fyrirspurna hafa borist Eignaumsjón vegna ráðgjafar til fjölbýlishúsa um uppsetningu hleðslustöðva. „Við erum að sjá verulega aukningu í fyrirspurnum. Í apríl voru ein til tvær fyrirspurnir á viku en nú eru þær ein til tvær á dag. Húsfélagi hvers húss ber skylda samkvæmt lögum til að hafa framkvæmdaáætlun sem snýr að uppbyggingu kerfis til hleðslu rafbíla,“ segir Bjarni og vísar í nýleg lög sem segja til um það að ef einn íbúi fjölbýlis óskar eftir aðstöðu fyrir rafhleðslustöð þurfi húsfélagið að búa til framkvæmdaáætlun og síðan koma upp aðstöðu fyrir rafhleðslustöð ekki seinna en tveimur árum eftir gerð framkvæmdaráætlunar.

„Ef þetta er húsfélaginu ofviða er hægt að fresta framkvæmdinni í allt að tvö ár en það á ekki við nema í undantekningartilfellum.“

Bjarna finnst sérstakt að þótt þessi lög séu til staðar, þá sé aðstaða fyrir rafhleðslustöð ekki tekin inn í fasteignamat. „Þetta er svolítið sérstakt. Þetta er komið inn í lög en ekki fasteignamatið. Það er algjörlega augljóst að þetta eykur verðmæti á markaði. Kaupendur hafa áhuga á þessu og fasteignasalar munu tilgreina þetta sem kost.“

Lestu meira um málið í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK