Forstjóri Play og tveir stjórnarmenn í rannsókn

Flugvél Play var stödd fyrir norðan í dag.
Flugvél Play var stödd fyrir norðan í dag. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Forstjóri Play, stjórnarformaður og stjórnarmaður eiga ókláruð mál ýmist inn á borði héraðssaksóknara eða skattayfirvalda. Þetta kemur fram í útboðsgögnum Play sem er væntanlegt á hlutabréfamarkaðinn á fimmtudaginn. 

Birgir Jónsson, forstjóri Play og Einar örn Ólafsson, stjórnarformaður og næst stærsti hluthafi félagsins eru til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara. Þá er María Rún Rúnarsdóttir, stjórnarmaður Play, til skattrannsóknar.

Arn­ar Már Magnús­son, einn stofnenda Play.
Arn­ar Már Magnús­son, einn stofnenda Play. mbl.is/Hari

Mál Birgis hefur verið til rannsóknar frá því 2018 og snýst um tekjuskatt, hvort Birgi hafi borið að greiða skatt hér á landi um það leyti sem hann flutti heim frá Rúmeníu árið 2013.

Mál Einars Arnar hefur einnig verið inn á borði saksóknara í dágóðan tíma, eða fimm ár. Snýst það um meint ólöglegt athæfi í tengslum við söluna á Skeljungi. Íslandsbanki höfðaði málið en ekki hafa verið gefnar út ákærur. 

Skattrannsóknin sem beinist að Maríu Rún hófst á síðasta ári og snýst um skattskil hennar á árunum 2011 og 2012. 

Birgir Jónsson er forstjóri Play.
Birgir Jónsson er forstjóri Play.

Flugrekstrarhandbækur WOW horfnar

Fyrirtæki Michelle Ballarin, USAerospace Partners, keypti hluta af þrotabúi WOW air. flugrekstrarhandbækur WOW air var hvergi að finna í þeim gögnum en þær eru forsenda þess að flugfélag geti fengið flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu. Nú hefur Ballarin beðið um að tekin verði skýrsla af 11 manns sem tengdust WOW air. 

Þrír þeirra voru í þeim hópi sem stóð að stofnun Play. Það eru þeir Arnar Már Magnússon, Sveinn Ingi Steinþórsson og Þóroddur Þóroddsson. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK