Loka gagnaverum fyrir rafmyntagröft

Gagnaver fyrir bitcoin-námuvinnslu.
Gagnaver fyrir bitcoin-námuvinnslu. AFP

Kínverjar bönnuðu rafmyntir og rafmyntagröft um miðjan maí. Þeir eru byrjaðir að loka gagnaverum sem grafa eftir rafmyntum og þá sérstaklega bitcoin. Frá þessu er sagt á fréttaveitunni AFP. Þar segir einnig að kínversk gagnaver haldi uppi um 80% af námugrefti bitcoin í heiminum og síðan bann Kínverja tók gildi hefur orkuneysla bitcoin-bálkakeðjunnar minnkað um helming.

Kjartan Ragnars, regluvörður og stjórnarmaður hjá rafmyntafyrirtækinu Myntkaupum, segir að þótt þetta hafi augljóslega slæm áhrif á verð myntarinnar til skamms tíma telji hann að þetta sé í raun tækifæri fyrir bitcoin til þess að verða umhverfisvænna, þar sem gagnaver í Kína fá mestmegnis orku frá jarðefnaeldsneyti.

Besta sem gat gerst

„Það er mjög góður punktur að bannið í Kína getur haft góð áhrif á bitcoin með því að gera myntina umhverfisvænni. Annað sem er jákvætt við bannið er að ein gagnrýni sem bitcoin hefur fengið í gegnum tíðina er að þetta sé ekki eins ómiðstýrt og fólk vill ætla af því að 50-60% af bitcoin eru grafin í Kína. Þá benda sumir á að það að Kína hafi bannað bitcoin-námugröft sé það besta sem hafi getað gerst,“ segir Kjartan í samtali við Morgunblaðið.

Bitcoin hefur fallið í verði undanfarinn mánuð eftir að neikvæð umfjöllun um myntina fór af stað sem hófst þegar auðjöfurinn Elon Musk tilkynnti á Twitter að bílaframleiðandinn Tesla, sem Musk stýrir, myndi ekki taka við bitcoin, Kína hafi bannað bitcoin-námugröft og Japanir viðruðu samskonar hugmyndir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK