Börðust fyrir lífi Össurar í fyrra

Jón Sigurðsson forstjóri Össurar.
Jón Sigurðsson forstjóri Össurar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir fyrirtækið hafa staðið tæpt eftir að kórónuveirufaraldurinn lamaði heilbrigðiskerfi víða um heim í fyrra.

„Ef við rifjum upp stöðuna í mars í fyrra vorum við að berjast fyrir lífi fyrirtækisins í nokkrar vikur. Við horfðum fram á að Össur gæti að óbreyttu ekki lifað lengur en í fjóra mánuði,“ segir Jón um áfallið í fyrravor.

Fyrirtækið hafi síðan náð að snúa vörn í sókn og hyggi á áframhaldandi vöxt. Kaup á öðrum fyrirtækjum séu hluti af þeirri áherslu að ná sem mestum lóðréttum samruna, þ.e. að hafa alla virðiskeðjuna á einni hendi.

Össur keypti nokkur fyrirtæki í fyrra, m.a. College Park, og segir Jón í ítarlegu viðtali við ViðskiptaMoggann í dag að gott fjárstreymi skapi skilyrði til slíkra kaupa. Össur hefur undanfarið opnað eigin söluskrifstofur í Japan og Mexíkó. Jafnframt hefur fyrirtækið tekið í notkun nýja starfsstöð í Orlando.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK