Hluthafalisti Íslandsbanka birtur

Yfirlit yfir stærstu hluthafa Íslandsbanka eftir hlutafjárútboðið sem lauk þann 15. júní hefur verið birt. Stærsti hluthafi bankans, fyrir utan íslenska ríkið sem á 65% hlut, er Capital World sem á 3,8% hlut í bankanum. Capital World er sjóður í eigu bandaríska fyrirtækisins Capital Groups sem er einn stærsti og elsti vogunarsjóður í heimi með yfir 2,5 billjónir bandaríkjadala í stýringu.

Capital World og RWC Asset Advisors US ásamt Lífeyrissjóði verzlunarmanna og Gildi lífeyrissjóði voru hornsteinsfjárfestar í bankanum og fengu mestan hlut úthlutaðan í útboðinu eða samtals í kringum 10% hlut.

Gildi lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður verzlunarmanna eiga báðir 2,3% hlut í bankanum. Níu erlendir fjárfestingarsjóðir eru meðal 21 stærsta hluthafa í bankanum.

RWC Asset Advisors US eru fimmti stærsti hluthafi bankans með 1,5% hlut. RWC Asset Advisors er stórt fjárfestingarfyrirtæki í Bandaríkjunum með 24,4 milljarða bandaríkjadala í stýringu.

Mainfirst Affiliated Fund Managers er þriðji stærsti erlendi hluthafinn í bankanum. Mainfirst Affiliated Fund Managers er evrópskur fjárfestingarsjóður með fjóra milljarða bandaríkjadala í stýringu. Hér má sjá hluthafalista Íslandsbanka í heild sinni

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK