Drífa hvetur til skattlagningar alþjóðlegra risafyrirtækja

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ. Ljósmynd/ASÍ

Í morgun sendi Drífa Snædal, forseti ASÍ, bréf til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem ráðherrann er hvattur til að beita sér fyrir skattlagningu alþjóðlegra risafyrirtækja sem eru með starfsemi um allan heim en borga litla sem enga skatta.

Í bréfinu segir að verkalýðsfélög um allan heim sendi nú slíka hvatningu á stjórnvöld í aðdraganda fundar G-20-ríkjanna sem fram fer í lok mánaðar. „Alþjóðlegur samningur gæti tryggt ríkjum rétt til að skattleggja hagnað fyrirtækja sem verður til innan þeirra lögsögu, óháð því hvaðan fyrirtækið rekur starfsemi sína.“

Þá segir að ekki þurfi að hafa mörg orð um hversu miklum fjármunum almenningur verður af vegna vanskattlagningar á alþjóðleg fyrirtæki. Drífa hvetur því í bréfinu Katrínu og ríkisstjórnina til að beita sér til góðs í þessum málum.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK