Steypustöðin verður grænni

Nýtt útlit Steypustöðvarinnar.
Nýtt útlit Steypustöðvarinnar.

Steypustöðin hefur sameinað vörumerkin Loftorku Borgarnesi og Hólaskarð undir nafninu Steypustöðin. Fyrirtækið fær nýtt útlit sem á að endurspegla hlutverk og stefnu félagsins til framtíðar, auk þess sem lögð verður meiri áhersla á endurvinnslu steypu og malbiks.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

„Nýtt útlit og vörumerki endurspeglar fjölbreyttara framboð félagsins á byggingarlausnum og skarpari áherslur í þjónustu við byggingariðnaðinn og sameinar alla starfsmenn undir eitt sterkara vörumerki. Við teljum mikil sóknartækifæri fólgin í því að sameina heildarstarfsemi félagsins undir eitt vörumerki Steypustöðvarinnar. Í þessu felst skilvirkara sölu og markaðsstarf og aukið hagræði í rekstri,“ er haft eftir Birna Inga Victorssyni, forstjóra Steypustöðvarinnar.

Björn Ingi Victorsson, forstjóri Steypustöðvarinnar.
Björn Ingi Victorsson, forstjóri Steypustöðvarinnar.

Aukin sjálfbærni

Nýja vörumerkið á að leggja áherslu á aukna sjálfbærni félagsins.

„Við erum nú vel í stakk búin til að þjónusta viðskiptavini okkar ennþá betur með víðtækari og spennandi lausnum sem hafa ekki verið til staðar á markaðnum. Það eru svo sannarlega spennandi tímar framundan.“

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK