Wow hefur sótt um flugrekstrarleyfi

Michele Ballarin.
Michele Ballarin. mbl.is/Kristinn Magnússon

Flugfélagið Wow air hefur sótt um flugrekstrarleyfi til Samgöngustofu. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Þar segir Ögmundur Gíslason flugrekstrarfræðingur, sem starfar fyrir Michele Ballarin, að það sé fullur ásetningur að endurreisa Wow air.

Þá segir Ögmundur að samkeppnin við Play skipti ekki máli.

Skráð nafn félagsins er Háutindar ehf. Michele Ballarin er skráð framkvæmdastjóri og stjórnarformaður, með 49 prósenta hlut í flugfélaginu. Málsefni ehf. er skráð fyrir 33 prósenta hlut og Tangar ehf. fyrir 19 prósentum.

Ögmundur sótti um leyfið fyrir Wow air árið 2013, tók það ferli þá rúmlega hálft ár. Hann gerir ráð fyrir að taki þrjá mánuði að leggja inn öll gögn, að því er segir í umfjöllun Fréttablaðsins í dag. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK