Sigrún Ösp nýr forstöðumaður RSV

Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir hagfræðingur hefur verið ráðin forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar …
Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir hagfræðingur hefur verið ráðin forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV). Ljósmynd/Aðsend

Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir hagfræðingur hefur verið ráðin forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV). Sigrún tekur við starfinu af dr. Eddu Blumenstein, sem tekur sæti í stjórn RSV. 

Sigrún lauk MSc-prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2014 auk þess sem hún hefur diplómu í stjórnun og stefnumótun. Sigrún hefur undanfarið ár stundað nám í hagnýtri tölfræði við sama skóla. Sigrún gegndi síðast starfi framkvæmdastjóra hjá Félagi íslenskra náttúrufræðinga innan Bandalags háskólamanna.  

RSV er leiðandi aðili á Íslandi í rannsóknum og tölfræðivinnslu fyrir verslun og tengdar atvinnugreinar. Almennt felst starfsemi rannsóknasetursins í að fylgjast með þróun og breytingum er varða verslun og neysluhegðun og koma á framfæri upplýsingum því tengdu til fyrirtækja og almennings.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK