Steinar forstöðumaður markaðsmála hjá Play

Steinar Þór Ólafsson.
Steinar Þór Ólafsson.

Steinar Þór Ólafsson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá flugfélaginu Play. Steinar hefur störf í dag, 1. júlí.

Steinar Þór kemur til Play frá Viðskiptaráði Íslands en áður starfaði hann sem markaðsstjóri Skeljungs og stýrði stafrænni markaðssetningu hjá N1. Hann er einnig reglulegur pistlahöfundur á Rás 1 og í Viðskiptablaðinu og hefur flutt fyrirlestra víða um vinnustaðamenningu.

Steinar Þór er með B.Sc. og MBA gráður frá Háskólanum í Reykjavík, að því er fyrirtækið segir í tilkynningu. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK