Kínverjar sniðganga H&M

AFP

Sala hjá sænska tískurisanum H&M í Kína hefur dregist verulega saman síðan sniðgönguherferð gegn fyrirtækinu fór af stað í landinu. H&M var á meðal nokkurra fyrirtækja sem viðruðu áhyggjur sínar af meintum mannréttindabrotum gegn úígúrum í Xinjiang-héraði. 

5% af sölu H&M fóru fram í Kína á síðasta ári og er Kína einn stærsti birgir fyrirtækisins.

BBC greinir frá.

Sala H&M í Kína dróst saman um 23% á öðrum ársfjórðungi 2021 miðað við sama tímabil á síðasta ári. 

„Hvað Kína varðar þá er ástandið þar enn flókið,“ sagði Helena Helmersson framkvæmdastjóri H&M um málið. 

Þrátt fyrir samdráttinn í Kína kynnti fyrirtækið, sem er næststærsta tískufyrirtæki heims, 420 milljóna dala hagnað fyrir skatt á öðrum ársfjórðungi. Á sama ársfjórðungi í fyrra tapaði fyrirtækið.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK