Spá því að verðbólga hækki í júlí

mbl.is/Hari

Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,3% hækkun á vísitölu neysluverðs í júlí. Gangi spáin eftir hækkar verðbólgan úr 4,3% í 4,4%. 

Fram kemur í Hagsjá Landsbankans að þeir liðir sem hafi mest áhrif til hækkunar séu flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og bensín, á meðan föt, skór, húsgögn og heimilisbúnaður hafi mest áhrif til lækkunar. 

Hagfræðideild hafði gert ráð fyrir að vísitalan yrði óbreytt á milli mánaða, en munurinn skýrist af því að bensín hefur hækkað meira í verði en von var á, að því er segir í Hagsjá. 

Hagfræðideild gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,3% í ágúst og september og um 0,4% í október. Gangi það eftir mun verðbólga mælast 4,1% í október. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK