Hlutabréfaverð Play rýkur upp á fyrsta degi

Viðskiipti með bréf Play hófust í morgun.
Viðskiipti með bréf Play hófust í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hlutabréfaverð hins nýstofnaða flugfélags Play hækkaði um 41% í fyrstu viðskiptum dagsins. Það er miðað við útboðsgengið 18 þar sem var meiri þátttaka meðal almennra fjárfesta. Ávöxtun á útboðsgenginu 20, sem vinsælla var með stærri fjárfesta, nemur um 27%. 

Play var skráð á First North markað Kauphallarinnar í morgun og fara viðskipti með bréf í félaginu af stað með látum. 

Það sem af er degi hafa 292 viðsktipti verið gerð með bréf félagsins og heildarveltan nemur 662 milljónum króna. 

Í ræðu sinni við opnun markaða sagði Birg­ir Jóns­son, for­stjóri Play, að hann fyndi til ábyrgðar vegna þess trausts sem fé­lag­inu var sýnt í ný­af­stöðnu hluta­fjárút­boði. Lagt var upp með að 4 millj­arðar myndu safn­ast í útboðinu en áskrift­ir bár­ust að and­virði um 33 millj­arða króna. 

Birgir Jónsson, forstjóri Play.
Birgir Jónsson, forstjóri Play. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK