Hagnaður Íslandsbanka umfram markmið

Íslandsbanki.
Íslandsbanki. mbl.is/Árni Sæberg

Drög að uppgjöri Íslandsbanka á öðrum fjórðungi þessa árs liggja fyrir. Hagnaður nam um 5,4 milljörðum króna og arðsemi eigin fjár var um 11,6% á ársgrundvelli.

Er þessi niðurstaða í tilkynningu sögð umfram fjárhagsleg markmið bankans. Á fyrsta ársfjórðungi var hagnaður bankans 3,6 milljarðar  og arðsemi eigin fjár 7,7%.

Virðisrýrnun er jákvæð, sem skýrir að miklu leyti frávikin núna frá fyrsta ársfjórðungi og frá markmiðum bankans. Jákvæð virðisrýrnun nam 1,1 milljarði króna sem færður var til tekna fyrir þennan annan ársfjórðung. Á fyrsta ársfjórðungi færði bankinn hins vegar 0,5 milljarða króna til gjalda en þá var virðisrýrnun bankans neikvæð.

Hækkanir á innlendum hlutabréfamörkuðum höfðu einnig jákvæð áhrif á afkomu fjórðungsins.

Rétt er þó að minna á að uppgjörið fyrir annan ársfjórðung er enn í vinnslu og getur því tekið breytingum fram að birtingardegi, þann 28. júlí.

Kemur þetta fram í afkomuviðvörun Íslandsbanka sem var nýverið skráður á almennan hlutabréfamarkað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK