Skoða vetnis- og rafknúið flug

Iceland Air líta nú til vetnis- og rafknúins innanlandsflugs.
Iceland Air líta nú til vetnis- og rafknúins innanlandsflugs. mbl.is/Árni Sæberg

Icelandair Group hefur skrifað undir tvær viljayfirlýsingar um að kanna möguleika á orkuskiptum í innanlandsflugi félagsins. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 

Skrifað var undir viljayfirlýsingu við Universal Hydrogen annars vegar, sem hannað hefur orkuskiptabúnað sem gæti breytt Dash-8-vélum Icelandair í vetnisknúnar vélar, og við Heart Aerospace hins vegar, sem vinnur að þróun farþegaflugvéla sem ganga fyrir rafmagni.

Til þess að ná alþjóðlegum viðmiðum um kolefnislosun er ljóst að þörf er á umhverfisvænum lausnum í flugi sem hægt er að taka í notkun sem fyrst.

„Stuttar flugleiðir og greiður aðgangur að raforku af endurnýjanlegum uppruna setur Ísland í lykilstöðu hvað varðar orkuskipti í innanlandsflugi. Verkefnin falla einnig vel að stefnuramma stjórnvalda um framtíð ferðaþjónustu sem miðar að því að gera Ísland leiðandi í sjálfbærni. 

Icelandair hefur unnið með Heart Aerospace um nokkurt skeið og mun á næstunni setja af stað greiningarvinnu í samvinnu við Universal Hydrogen.

Á sama tíma mun félagið hefja samtal við helstu hagaðila, svo sem rafmagns- og vetnisframleiðendur, flutningafyrirtæki og flugvallarekendur,“ segir í tilkynningu.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK