Græn skuldabréf OR kennsluefni í viðskiptaháskólum

Orkuveita Reykjavíkur.
Orkuveita Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Græn skuldabréf Orkuveitu Reykjavíkur eru notuð sem raundæmi í kennsluefni viðskiptaháskóla í Barcelona. Bréfin voru þau fyrstu sinnar tegundar til að vera seld á opnu útboði á Íslandi.

OR hélt kynningarfund um málið á síðasta ári en nú eru bréfin kennd við IESE viðskiptaháskólann í Barcelona og Háskóla Íslands. Þá er unnið að því að gera gögn um verkefnið aðgengileg rafrænt í gagnagrunni Harvard og þá myndu fleiri háskólar geta kennt og rannsakað ferlið.

Samfélagslega ábyrg fjárfesting

Bréfin eru að sögn OR hluti samfélagslega ábyrgar fjárfestingar þar sem eigendastefna OR samræmist heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna og alþjóðlegum ESG-viðmiðum um umhverfis, samfélags og stjórnarhátta við skýrslugjöf.

Á dögunum birtist grein eftir Guðrúnu Erlu Jónsdóttur, doktorsnema við HÍ, og dr. Þröst Ólaf Sigurðsson hjá HÍ, ásamt fleirum sem fjallar um grænu skuldabréfin. Greinin heitir Applying Responsible Ownership to Advance SDGs and the ESG Framework, Resulting in the Issuance of Green Bonds.

„Framlag rannsóknarinnar byggir á þeirri tilgátu að eigendastefna sé mikilvægur hlekkur í því að styrkja hringrás; Hringrás sem snýr að því hvernig eigendastefna styrkir ábyrgt eignarhald - hvernig skýrt framsett eigendastefna getur fyrirbyggt umboðsvanda og samstillt hagsmunaaðila - og gerir skuldbindingu eigenda við umhverfi, samfélag og stjórnarhætti gagnsæja- og getur leitt af sér jákvæðan ávinning sem styrkist frekar með stefnumiðaðri ákvarðanatöku sem byggir á eigendastefnu,“ segir í frétt Guðrúnar Erlu á vef OR um málið. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK