Tvö ísraelsk flugfélög fljúga til Íslands í sumar

Flugvél félagsins El Al er af Boeing 787 Dreamliner gerð.
Flugvél félagsins El Al er af Boeing 787 Dreamliner gerð. Ljósmynd/Isavia

Fyrsta flugvél ísraelska flugfélagsins El Al frá Tel Aviv í Ísrael til Íslands lenti á Keflavíkurflugvelli síðdegis í gær. Flugvél félagsins er af Boeing 787 Dreamliner gerð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Isavia.

„Ferðin í gær var sú fyrsta af fimm hjá félaginu til Íslands í sumar með hóp ferðafólks frá Ísrael. Flogið verður til 18. ágúst. El Al bætist þannig í hóp með þeim 20 flugfélögum sem þegar hafa hafið flug til og frá Keflavíkurflugvelli nú í sumar,“ segir í tilkynningunni og jafnframt:

„Í lok júlí, nánar tiltekið þann 27. júlí næstkomandi, bætist annað ísraelskt flugfélag, Arkia, í hópinn. Arkia flýgur 5 ferðir með ísraelska ferðahópa til landsins fram til 31. ágúst. Hvorugt flugfélagið hefur flogið áður til Keflavíkurflugvallar og eru þau boðin velkomin til landsins.“

Ljósmynd/Isavia
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK