Tæplega 200 milljóna króna gjaldþrot Ostabúðarinnar

Ostabúðin hefur selt framandi osta og ýmislegt annað, en einnig …
Ostabúðin hefur selt framandi osta og ýmislegt annað, en einnig boðið upp á mat í hádeginu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skiptum í þrotabúi Þriggja grænna osta er lokið. Félagið rak Ostabúðina á Skólavörðustíg í fjögur ár, árin 2015-2019. 

Lýstar kröfur á búið voru 204 milljónir króna, en rúmlega sjö milljónir króna voru greiddar upp í forgangskröfur. Félagið var úrskurðað gjaldþrota af héraðsdómi 30. október 2019. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 

Jóhann Jónsson, eigandi Ostabúðarinnar, sagði í samtali við Veitingageirann að rekstarumhverfið væri „algjörlega galið“ og að kostnaður hafði verið of mikill. Fimmtán manns störfuðu hjá Ostabúðinni 2019 þegar henni var lokað. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK