Rauður dagur í Kauphöllinni

mbl.is/Þórður Arnar

Úrvalsvísitala íslensku kauphallarinnar, OMXI10, hefur lækkað um tæp tvö prósentustig það sem af er degi og stendur nú í 3.231 stigi. Öll félögin á aðallista Kauphallarinnar hafa lækkað í verði í dag.

Bréf í Icelandair hafa lækkað mest eða um 3,90% í 234 milljóna króna veltu. Bréfin í Icelandair Group hafa lækkað um 9,41% í þessari viku. Verð bréfanna var hæst 9. júlí þegar verð bréfanna fór upp í 1,7 krónur en þau standa nú í 1,48.

Á eftir Icelandair kemur Arion banki sem hefur lækkað um 3,59% en skipti með bréfin námu 292 milljónum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK